Spjallstofur - undirbúningur fyrir löggildingarpróf

Spjallstofur - undirbúningur fyrir löggildingarpróf verða haldnar í lok september - byrjun október.

Spjallstofur - undirbúningur fyrir löggildingarpróf verða haldnar í lok september - byrjun október. Þær verða þrjár og fjallað verður um skattamál, endurskoðun og reikningsskil. Þær eru eingöngu fyrir þá nema sem eru félagar í FLE og sérstaklega hugsaðar fyrir þá sem eru að fara í prófin nú í haust. Aðgangur er ókeypis.

Þetta verður vettvangur til skoðanaskipta og munu fulltrúar viðkomandi nefnda hjá FLE sitja með hópnum og koma með innlegg ef því er að skipta. Þá verður boðið upp á það að senda inn spurningar á viðkomandi nefndir og verður þá leitast við að ræða þær málefnalega. 

Hvernig til tekst með spjallstofurnar er háð virkri þátttöku nemanna sjálfra. Spjallstofurnar verða í fundaraðstöðu FLE að Suðurlandsbraut 6, 5. hæð að morgni til. Nánari tímasetning, dagskrá og skráning verður auglýst er nær dregur.