Þéttsetinn bekkurinn á málstofu FLE

Það var þéttsetinn bekkurinn á málstofu sem FLE hélt um gæðaeftirlit og góða endurskoðunarvenju.

Það var þéttsetinn bekkurinn á málstofu sem FLE hélt um gæðaeftirlit og góða endurskoðunarvenju miðvikudaginn 22. maí. Frummælendur voru: Sigríður Helga Sveinsdóttir, Stefán Svavarsson og Sturla Jónsson. Sigurður Páll Hauksson formaður FLE var í forsvari og stjórnaði fundinum. Umfjöllunarefnið var rætt frá ýmsum sjónarhornum og voru skiptar skoðanir meðal félagsmanna um framkvæmd, aðkomu Endurskoðendaráðs o.fl. Á fundinum kom fram mikilvægi þess að þýða alþjóðlegu endurskoðunarstaðlana yfir á íslensku og lögð á það áhersla að félagið beitti sér í þeim efnum. Sú almenna skoðun kom fram að gæðaeftirlit með störfum endurskoðenda væri mikilvægt fyrir störf þeirra og trúverðugleika og það væri nauðsynlegt að almenn sátt ríkti um framkvæmd þess og við mið.

Stefán Svavarsson, Sturla Jónsson, Sigríður Helga og Sigurður Páll

Stefán Svavarsson í ræðustóli