Toyotadómurinn - margir áhugaverðir vinklar

Halldór Jónsson hrl hjá JURIS fjallaði um Toyotadóminn á vel sóttu morgunkorni FLE.

HMorgunkorn um Toyotadóminn Halldór Jónssonalldór Jónsson hrl hjá JURIS fjallaði um Toyotadóminn á vel sóttu morgunkorni FLE. Hann fór vandlega yfir, forsöguna og dóminn sem hafnaði frádráttarbærni tiltekinna vaxtagjalda í málinu í kjölfar samruna. Þá benti hann á hvernig hægt sé að túlka dóm Hæstaréttar og velti fyrir sér hvaða áhrif dómurinn hefði á rekstrarlegan tilgang skulda og fleira áhugavert.

Í lokin benti hann á nokkur atriði sem enn stæðu óleyst, eins og hvort viðskiptavild vegna keyptra hlutabréfa gæti fallið niður við samruna og hvort samsköttun myndi koma í stað samruna. Þá sköpuðst töluverðar umræður meðal þátttakenda um áhrif dómsins fyrir endurskoðendur.