Ungliðanefnd FLE

Stjórn lagði til á fundi sínum í maí að skipuð yrði ungliðanefnd sem hafi þann félagslega tilgang að fá (ungt) fólk í stéttinni til að mæta og starfa með félaginu. 

Á vordögum tilnefndi svo stjórn FLE í ungliðanefnd félagsins. Þau eru frá vinstri á mynd frá fyrsta fundi nefndarinnar: Sara Henný Arnbjörnsdóttir, Gunnar Þór Tómasson, Heiðar Þór Karlsson og Sif Jónsdóttir. Á myndina vantar Theódór Inga Pálmason.

Verkefni nefndarinnar eru í mótun en fyrsta aðkoma þeirra er að Gleðistund félagsins sem haldin verður 8. september. Rætt hefur verið um að nefndin taki einnig að sér umsjón með lokuðu FB síðu félagsins sem er munaðarlaus eins og er.