Viðurkenning til meistaranema

Frá athöfninni. Myndin er fengin af vef HÍ.
Frá athöfninni. Myndin er fengin af vef HÍ.

Veittar voru fjórar viðurkenningar fyrir frábæran námsárangur við útskrift 2016, í meistaranámi í reikningsskilum og endurskoðun.  Viðurkenningarnar voru veittar á vegum Viðskiptafræðideildar og Félags löggiltra endurskoðenda og afhentu Margrét Pétursdóttir formaður FLE og Einar Guðbjartsson dósent í HÍ nemendum þær.

Viðurkenningarnar hlutu:

Gunnur Melkorka Helgadóttir var með hæstu einkunn 8,43 og hlaut hún í verðlaun kr. 100.000.- , Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson var í öðru sæti með einkunnina 8.27 og hlaut hann kr. 50.000.  Í þriðja sæti voru þau Brynjar Stefánsson og Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir bæði með 8,23 og fengu þau kr. 50.000.- hvort.