Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Ráðuneytið fer með framkvæmd og eftirlit laga um endurskoðendur og ráðherra setur reglugerðir á grundvelli laganna.

Löggilding 

Samkvæmt 1. gr. laga nr. 79/2008, um endurskoðendur á vef Alþingis, teljast þeir vera endurskoðendur sem hafa þekkingu til að gefa hlutlaust og áreiðanlegt álit á reikningsskilum og öðrum fjárhagsupplýsingum, ráðherra hefur löggilt til endurskoðunarstarfa og fullnægja að öðru leyti skilyrðum laga þessara. Ráðherra veitir réttindi með löggildingu til endurskoðunarstarfa og gefur út löggildingarskírteini til handa endurskoðanda. Ráðherra skal auglýsa löggildingu endurskoðenda og skráningu endurskoðunarfyrirtækja í Lögbirtingablaði og tilkynna endurskoðendráði og FLE. Sama á við ef skráning fellur niður. Réttindi endurskoðanda falla niður eftir ákvörðun ráðherra: 1) Ef endurskoðandi fullnægir ekki skilyrðum til löggildingar. 2) Að tillögu endurskoðendaráðs.

Skrá 

Þá er ráðuneytinu skylt að halda úti skrá yfir löggilta endurskoðendur og skrá yfir endurskoðunarfyrirtæki. Ráðuneytið setur nánari reglur um skráninguna og hvaða upplýsingar skulu koma þar fram. Hafi endurskoðandi lagt inn réttindi sín eða þau verið felld niður skal nafn hans fellt út af skrá. Sama á við um endurskoðunarfyrirtæki sem uppfyllir ekki lengur skilyrði. Endurskoðendum og endurskoðunarfyrirtækjum er skylt að tilkynna ráðuneytinu ef það er tekið til gjaldþrotaskipta eða hefur beðið verulegan álitshnekki svo draga megi í efa hæfi þess til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru um endurskoðun í lögum nr. 79/2008 og ef breytingar verða á þeim upplýsingum sem fram koma í skránni.

Reglugerðir 

Ráðherra setur reglugerðir á grundvelli laganna t.d. nánari ákvæði um endurmenntun endurskoðenda með reglugerð og reglugerð um próf til löggildingar.

Endurskoðendaráð

Ráðherra skipar í endurskoðendaráð og samþykkir starfsreglur þess. Hér er vefsíða Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins  þar sem fjallað er um málaflokkinn endurskoðendur.