2013 Hádegisfundur 2. okt. Skilvirkara regluverk

FLE hélt áhugaverðan hádegisverðarfund 2. október kl. 12 til 13:30 á Grand hóteli sem bar yfirskriftina "Einfaldara regluverk - skilvirkara atvinnulíf".

FLE hélt áhugaverðan hádegisverðarfund 2. október kl. 12 til 13:30 á Grand hóteli sem bar yfirskriftina "Einfaldara regluverk - skilvirkara atvinnulíf".

Gestur fundarins var Haraldur Ingi Birgisson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Hann fór stuttlega yfir hvernig staðið var að einföldun regluverks í Hollandi árin 2003-2011, tillögu Samráðsvettvangs um aukna hagsæld á Íslandi í þessum efnum og tilmæli Alþjóðabankans. Þá fjallaði Haraldur um helstu áhrif þungrar reglubyrði og hvernig Viðskiptaráð telur heppilegast að haga vinnunni framundan. Hér er slóðin á glærurnar.

Hádegismaturinn kostaði kr. 3000 en í matinn var kryddhjúpaður þorskur gljáður með osti ásamt grænmetis risotto og sinneps fáfnisgrassósu. Í eftirrétt var bláberjakaka með ávaxtasalati og súraldinmintu rjóma.

Sigurður Páll Hauksson og Haraldur Ingi Birgisson