Margret G. Flóvenz ráðin í hlutastarf hjá félaginu
Margret G. Flóvenz hefur verið ráðin í 20% starf hjá félaginu og hóf hún störf í byrjun þessa mánaðar. Verkefni Margretar fyrir FLE munu einkum felast í greinaskrifum, námskeiðshaldi, greiningu og miðlun faglegs efnis, gerð ýmis konar fyrirmynda, ritun umsagna og ábendinga varðandi setningu laga og reglna og fleiru er snertir endurskoðun. Margret er kennari við Háskólann í Reykjavík þar sem hún kennir endurskoðun og kemur að umsjón með meistaranámi í reikningsskilum og endurskoðun auk þess að stitja í prófnefnd til löggildingar til endurskoðunarstarfa. Hún er einnig sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Margret lauk löggildingarprófum árið 1993. Hún starfaði sem endurskoðandi og var meðeigandi hjá KPMG í 20 ár og þar áður hjá Ernst & Young um 10 ára skeið.