24.06.2024
Þann 13. júní barst félaginu tölvupóstur frá ársreikningaskrá um skil á ársreikningum vegna ársins 2023 og álagningu stjórnvaldssekta vegna seinna skila og var pósturinn áframsendur á félagsmenn sama dag.
Lesa meira
13.06.2024
Halldór Ingi Pálsson, sérfræðingur hjá Ársreikningaskrá, hélt erindi þann 12. júní sl þar sem hann fór yfir helstu niðurstöður skýrslu verðbréfaeftirlits Evrópu auk þess sem hann sagði frá hvernig eftirliti er háttað hér á landi og fjallaði lauslega um væntanlegt eftirlit með sjálfbærniskýrslum.
Lesa meira
10.05.2024
FLE langar að leggja sitt af mörkum og fá ykkur og jafnvel fleiri starfsmenn á ykkar vinnustöðum með okkur í smá ævintýri í Reykjadal þann 16. maí nk.
Lesa meira
08.05.2024
Á dögunum samþykkti námsstyrkja- og rannsóknasjóður FLE umsókn frá Valdimari Sigurðssyni sem er doktor í markaðsfræðum og prófessor við Háskólann í Reykjavík. Eitt að markmiðum sjóðsins er að styrkja rannsóknir sem snerta beint hagsmuni FLE eða lögbundið hlutverk þess.
Lesa meira
27.03.2024
Markmið námsstyrkja- og rannsóknarsjóðs FLE er að styrkja bóklega menntun endurskoðenda með því að veita ýmist styrki til einstaklinga sem stunda framhaldsnám í endurskoðun og reikningsskilum eða með því að styrkja stofnanir sem standa fyrir slíku námi.
Lesa meira
27.03.2024
Þann 25. mars sendi álitsnefnd FLE umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga sem varðar stærðarmörk félaga og endurskoðun ársreikninga.
Lesa meira
27.03.2024
Eins og félagsmenn margir vita er nýliðun í stétt endurskoðenda alltof lítil og brýnt að fá fleira fólk til starfa á endurskoðunarstofum, hvort sem það stefnir á löggildingu eða ekki. Sú áskorun sem stéttin stendur frammi fyrir er ekki bundin við Ísland heldur er nýliðun og skortur á fólki til starfa á endurskoðunarstofum alþjóðlegt vandamál. Bæði á Norðurlöndunum og hjá alþjóðasamtökum endurskoðenda (IFAC) er í gangi vinna sem miðar af því að laða að fleira fólk í stéttina.
Lesa meira
26.03.2024
Endurskoðendaráð skipaði í upphafi þessa árs prófnefnd til næstu fjögurra ára en skipunartími eldri prófnefndar rann út í lok síðasta árs. Í prófnefndinni sitja Jón Arnar Baldurs, sem er formaður prófnefndar, Margret G. Flóvenz og Helgi Einar Karlsson.
Lesa meira
26.03.2024
Eins og fram kom í tölvupósti til félagsmanna FLE þann 19. mars þá áritaði ríkisendurskoðandi þann 26. febrúar síðastliðinn ársreikning Íslandspósts ohf. fyrir árið 2023 með endurskoðunaráritun: „Áritun Ríkisendurskoðunar“. Fram kemur í áritun ríkisendurskoðanda að endurskoðað hafi verið í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla.
Lesa meira
12.03.2024
FKE var stofnað þann 23. nóvember 2004 og verður því 20 ára næsta vetur. Stjórn félagsins hefur hafið undirbúning að afmælisviðburði fyrir konurnar í félaginu og stefnan er að fara eina nótt á Hótel Geysir í Haukadal.
Lesa meira