Einkafjárfestingarfélög og endurskoðun
Eins og fjallað var um þessari frétt á heimasíðu í ágúst gaf Accountancy Europe síðastliðið sumar út mjög athyglisverða samantekt um fjárfestingar einkafjárfestingarfélaga (e. private equity firms, PE) í félögum í Evrópu sem veita þjónustu á sviði bókhalds, launavinnslu, reikningsskila og endurskoðunar. Skýrsluna, sem nefnist Private equity investments in accountancy firms og tekur til áranna 2015-2025, má nálgast hér.
Á dögunum gáfu samtökin svo út framhaldssskýrslu sem nefnist Beyond private equity: third party ownership in the accountancy and audit sector sem þýða mætti sem Handan einkafjárfestinga: eignarhald þriðja aðila í reikningsskila- og endurskoðunargeiranum. Skýrsluna má nálgast hér.
Í þessari nýju skýrslu er fjallað um það hvernig eignarhald þriðja aðila, þar með talið einkafjárfestingar, er að móta evrópskan reikningsskila- og endurskoðunargeira.
Í samantekt Accountancy Europe eru m.a. greindar og dregnar fram bæði áhættur (svo sem varðandi gæði, óhæði og stjórnarhætti) og tækifæri (þar á meðal nýsköpun, fjárfestingar og vöxt) og fjallað um það hvað það er sem hefur laðað einkafjárfestingarfélög að markaði fyrir reikningsskila- og endurskoðunarþjónustu.
