Endurskoðunardagur FLE 2021

Endurskoðunardagur FLE verður haldinn föstudaginn 21. maí kl. 9-12 á Grand Hóteli Reykjavík. SKRÁ MIG HÉR Reiknað verður með gestum í sal í takt við fjöldatakmarkanir en ráðstefnunni verður jafnframt streymt í rauntíma. Að venju verður dagskráin áhugaverð blanda af spjalli um staðla, siðamál og fleira sem viðkemur endurskoðun. Ráðstefnustjóri verður Elín Pálmadóttir.

Ráðstefnan er öllum opin og skráning er opin til kl. 15 daginn fyrir. Ráðstefnugjald er kr. 21.000 fyrir félagsmenn FLE, FIE og starfsfólk endurskoðunarfyrirtækja en kr. 31.000 fyrir aðra. Ráðstefnan gefur samtals 3 einingar í flokknum endurskoðun samkvæmt reglum um endurmenntun endurskoðenda. 

 

Dagskrá

  • 9:00 Ráðstefnan sett Bryndís Björk Guðjónsdóttir, formaður FLE segir frá því markverðasta sem snýr að félaginu og býður nýja félagsmenn velkomna
  • Fyrirkomulag löggildingarprófa og niðurstöður prófanna 2020 Jón Arnar Baldurs endurskoðandi og formaður prófnefndar fer yfir efnið.
  • Lagaleg staða siðareglna endurskoðenda Áslaug Árnadóttir formaður Endurskoðendaráðs fjallar um lagalega stöðu siðareglna endurskoðenda eftir gildistöku nýrra laga um endurskoðendur og endurskoðun og hvort að nauðsynlegt er að gera breytingar á lögum til að styrkja lagalegan grundvöll siðareglnanna.
  • 10:15 – 10:30 Kaffihlé
  • Nýir staðlar um gæðaeftirlit- ISQM 1 og 2, ISA 220 Sara Arnbjörnsdóttir endurskoðandi PwC fer yfir þessa þrjá innbyrðis tengdu staðla sem styrkja og nútímavæða nálgun fyrirtækja í gæðastjórnun. ISQM 1 og 2 taka við af fyrri staðli ISQC 1.
  • Að byggja á traustum grunni Harpa Theodórsdóttir viðskiptafræðingur ANR fer yfir vinnuna framundan við heildaryfirferð laga um bókhald.
  • Mat á verulegri áhættu Valgerður Kristjánsdóttir endurskoðandi EY. ISA 315 fjallar um ábyrgð endurskoðenda á að skilgreina og meta hættu á verulegri áhættu í reikningsskilum. Kynntar verða helstu breytingar á staðlinum sem taka munu gildi 15. desember 2021.
  • 12:00 Ráðstefnulok