Á námskeiðinu munu Árni Claessen og Sæmundur Valdimarsson, löggiltir endurskoðendur hjá KPMG, fjalla um hlutdeildaraðferð og gerð samstæðureikningsskila. Gerð verður grein fyrir meginreglum í íslenskum ársreikningalögum og alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, sem eru í meginatriðum eins, en í nokkrum tilvikum mismunandi.