Fjarvinna milli landa - hvað þarf að hafa í huga

Morgunkorn um fjarvinnu milli landa - hvað þarf að hafa í huga, verður haldið á Teams þriðjudaginn 3. desember frá kl. 9:00-10:00.

Á námskeiðinu mun Guðrún Björg Bragadóttir, verkefnastjóri hjá KPMG, fjalla um þau skattalegu álitamál sem upp koma við fjarvinnu erlendis. Í erindinu er einnig komið lítillega inn á innflytjendamál og vinnulöggjöf sem og fasta starfsstöð.

Morgunkornið gefur 1 einingu í flokknum skattur og félagaréttur.

Verðið er 8.000 fyrir félagsmenn FLE og 10.000 fyrir aðra.

Skráning hér.