Morgunkorn - um stjórnarhætti fyrirtækja

Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland hafa gefið út sjöttu útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja. Talsverðar breytingar hafa orðið frá fimmtu útgáfu og í morgunkorninu munu þær Þóranna Jónsdóttir, sérfræðingur í stjórnarháttum og Agla Eir Vilhjálmsdóttir lögfræðingur og verkefnastjóri með útgáfunni, fara yfir þær með þátttakendum.

Morgunkorninu verður streymt í rauntíma, þann 25. mars kl. 9-11 en skráning er opin til kl. 15 þann 24. mars. SKRÁ MIG HÉR Þátttökugjald er kr. 14.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarfyrirtækja þeirra en 21.000 fyrir aðra. Slóð verður send til þátttakenda eftir að skráningu lýkur daginn fyrir námskeiðið. Móttaka slóðar jafngildir mætingu og er þátttökugjald eftir það óendurkræft. Morgunkornið veitir 2 endurmenntunareiningar, í flokknum siðareglur og fagleg gildi.

Efni morgunkornsins:

Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja fela í sér tilmæli til viðbótar við lög og reglur og „fylgið eða skýrið“ nálgunin gerir það að verkum að þeim fylgir meiri sveigjanleiki en slíku regluverki, enda er erfitt að setja viðmið sem henta fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.

Það er mikilvægt fyrir endurskoðendur að vera með leiðbeiningarnar um góða stjórnarhætti á hreinu í samtali sínu við stjórnendur þeirra fyrirtækja sem þeir starfa fyrir. Því er mikilvægt að fara yfir þær breytingar sem hafa verið gerðar á leiðbeiningunum frá síðustu útgáfu þeirra. Meðal annars var umfjöllun í leiðbeiningunum um tilgang og inntak þeirra dýpkuð auk þess sem að breytingar voru gerðar á einstökum ákvæðum í samræmi við stefnur og strauma erlendis og hér á Íslandi.

Í morgunkorninu verður kynntur vefur sem er tileinkaður leiðbeiningunum. Þar má nálgast rafræna útgáfu af leiðbeiningunum, skjal með breytingarsporum frá síðustu útgáfu og ítarefni tengt stjórnarháttum. Á vefsíðunni er einnig að finna upplýsingarit um tilnefningarnefndir sem ber heitið: Tilgangur og ávinningur tilnefningarnefnda – Reynsla og þróun á Íslandi og Norðurlöndum.