Morgunkorn ESEF formið - staðfesting endurskoðanda, verður 21. október

FLE heldur morgunkorn í umsjón Endurskoðunarnefndar félagsins um ESEF (European Single Electronic Format) og staðfestingar sem það felur í sér.

Nýlega voru samþykkt lög á Íslandi ( 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa) um að fylla skuli út svokallað ESEF form en lögin taka gildi á Íslandi fyrir árið 2021 og strax eftir áramót má búast við að endurskoðendur þurfi að staðfesta hið rafræna form. Fjallað verður um hvað ESEF formið felur í sér, hverjir mega fylla það út og með hvaða hætti endurskoðandi skuli staðfesta það með áritun sinni, en Endurskoðunarnefnd FLE hefur gert tillögu að áritun og framkvæmd staðfestingar. Þá verður hlaupið stuttlega yfir þær lagagreinar sem skipta máli og hvað þær fela í sér.

Morgunkornið verður haldið fimmtudaginn 21. október á Grand hóteli. Boðið verður upp á morgunsnarl kl. 8 og formleg dagskrá hefst 8:20. Korninu líkur kl. 10 í síðasta lagi. SKRÁ MIG HÉR. Þátttökugjald er kr. 14.000 fyrir félagsmenn. Skráning er opin til kl. 15:00 miðvikudaginn 20. október og gefur það 2 einingar í flokknum endurskoðun.