Gátlistar í gæðaeftirliti

Nú fer að líða að gæðaeftirliti og þetta námskeið er því gott fyrir endurskoðendur til að undirbúa sig. SKRÁ MIG HÉR

FLE heldur námskeið þar sem farið verður yfir gátlista í gæðaeftirliti, fimmtudaginn 22. september frá kl. 13:00-16:00, daginn fyrir reikningsskiladag. Námskeiðið verður á Grand hóteli og einnig streymt í rauntíma.

Leiðbeinendur verða þær Pálína Árnadóttir og Anna Birgitta Geirfinnsdóttir, endurskoðendur. Þær munu á þessu námskeiði fara yfir listana, helstu áhersluatriði og undirbúning þess sem sætir eftirliti. Hægt er að nálgast listana og handbók um gæðaeftirlit á þessari slóð

Námskeiðið kostar 21.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarstofa en 30.000 fyrir aðra og telur þrjár endurmenntunareiningar í flokknum endurskoðun. 
Sjá nánar hér