Reikningsskiladagur 2021

FLE stendur fyrir Reikningsskiladegi, ráðstefnu um reikningsskil, föstudaginn 17. september  kl. 13-16 og að ráðstefnu lokinni verður gleðistund fyrir félagsmenn. SKRÁ MIG HÉR.

Á Gleðistundinni kl. 16-18 verður boðið upp á léttar veitingar og skemmtiatriði m.a. mun Sóli Hólm skemmta og Ungliðanefnd FLE er með eitt og annað í pokahorninu. Gleðistundin er félagsmönnum að kostnaðarlausu og ef þið viljið mæta (án þess að taka þátt í ráðstefnunni) – þá endilega skráið ykkur hér svo við vitum nokkurn vegin fjöldann. Svo er tilvalið fyrir vinahópa að skella sér á barinn á eftir (þar er happy hour til kl. 19) og Grand hótel býður félagsmönnum 10% afslátt af matseðli á Grand Brasserie (senda á salka@grand.is til að bóka og fá meiri upplýsingar). 

Ráðstefnan verður haldin í Háteig á 4. hæð Grand hótels og er þátttaka á staðnum takmörkuð við 70 manns í sæti vegna Covid-19 (1-metra reglan) en ráðstefnunni verður jafnframt streymt í rauntíma. Hvort heldur formið gefur 3 einingar í endurmenntun í flokknum reikningsskil og er hægt að velja um sæti eða streymi í skráningarforminu (fyrstur skráir, fyrstur fær sæti). Þeir sem velja streymi frá senda slóð að morgni ráðstefnudags. Ráðstefnugjald er 21 þúsund fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarfyrirtækja en kr. 30 þúsund fyrir aðra. Skráning á vefsíðu FLE til kl. 16, 16. september. 

Nú liggur fyrir áhugaverð dagskrá og búið að opna fyrir skráningu. Ráðstefnustjóri verður Andri Elvar Guðmundsson. Sjá nánari lýsingu hér.

Dagurinn hefst kl. 13 með því að Bryndís Björk Guðjónsdóttir formaður félagsins setur ráðstefnuna með nokkrum orðum.

  • Leiðbeiningar um framsetningu upplýsinga í skýrslu stjórnar Jóhanna Áskels Jónsdóttir og Sigurjón Geirsson frá Reikningsskilaráði fara yfir drög Reikningsskilaráðs vegna félaga sem falla undir ákvæði laga um ársreikninga 3/2006.
  • Aukin upplýsingaskylda útgefenda verðbréfa 20/2021 Sigurvin Sigurjónsson, verkefnastjóri hjá KPMG fer yfir kröfur til skráðra félaga varðandi samræmt rafrænt skýrsluform ESEF (European single electronic format)
  • 14:35-14:50 Kaffihlé
  • Af borði alþjóðlega reikningsskilaráðsins (IASB) Helgi Einar Karlsson endurskoðandi hjá Deloitte stiklar á stóru varðandi helstu verkefni IASB sem snúa m.a. að afskrift á viðskiptavild, breyttri framsetningu reikningsskila (IAS1) og sameiningu félaga undir sameiginlegum yfirráðum.
  • Nýr Seðlabanki – sameining Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri fjallar um hlutverk sameinaðrar stofnunar og skipurit nýs Seðlabanka.
  • 16:00 Ráðstefnuslit og Gleðistund hefst