Spjallstofur nema 2021

Eins og undanfarin ár mun FLE standa fyrir svo kölluðum spjallstofum sem eru eingöngu fyrir nema með félagsaðild að FLE sem ætla að fara í löggildingarprófið og þeim að kostnaðarlausu. Þessar spjallstofur verða hér í húsi – Suðurlandsbraut 6, 5. hæð að morgni til  (kaffi og meðlæti !) og með fremur óformlegum hætti. Nemar fá þarna tækifæri til að varpa fram ýmsum spurningum og vangaveltum og fá viðbrögð/svör frá öðrum nemum og/eða formanni viðkomandi nefndar. Framkvæmdastjóri situr yfirleitt fundina líka.

Nú liggur fyrir að löggildingarprófin í ár verða 8.10. og 11.10. það fyrra (endurskoðun og reikningsskil) og 15.10. seinna prófið (skattur, félagaréttur,kostnaðarbh og stjórnendarsk). Við stefnum sem sagt að spjallstofum í endurskoðun-reikningsskilum-skattamálum. Allar spjallstofurnar verða keyrðar sama daginn þ.e. fimmtudaginn 30. september og hefjast kl. 9. SKRÁ MIG HÉR Athugið að skráning gildir á allan viðburðinn og er nemum með félagsaðild að kostnaðarlausu. Mikilvægt er að skrá sig sem fyrst.

Spjallstofa 1 kl 9,00-10,30 1 ½ klst. Reikningsskil: Helgi Einar Karlsson, Deloitte
Spjallstofa 2 kl 10,30-12,00 1 ½ klst. Endurskoðun: Guðmundur Óli Magnússon, EY
Spjallstofa 3 kl 12,00-13,00 1 klst. Skattur: Ágúst Kristinsson PwC og Heiðar Þór Karlsson Deloitte