Arðgreiðslur - rafrænt námskeið

Námskeiðinu var streymt í rauntíma en verður nú í boði rafrænt í stuttan tíma. SKRÁ MIG HÉR. Leiðbeinandi er Guðbjörg Þorsteinsdóttir lögfræðingur og meðeigandi hjá Deloitte. Námskeiðið gefur 2 endurmenntunareiningar í flokknum skattur- og félagaréttur og eina í flokknum reikningsskil og fjármál. Verð er kr. 21.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarstofa, en 28.000 fyrir aðra.

Námskeiðið er aðgengilegt í gegnum FB hóp fram til loka janúar á sérstakri grúppu inni á Facebook. Til þess að skoða það þarftu að óska eftir aðild að grúppunni: FLE Arðgreiðslur en slóðina færðu í staðfestingar tölvupósti þegar þú hefur skráð þig. Ég mun svo veita þér aðild sem jafngildir mætingu og er þátttökugjald óendurkræft. Þú getur svo horft á námskeiðið hvenær sem er fram til loka janúar.

Námskeiðið tekur á lögfræðilegum- og skattalegum álitamálum í tengslum við arðsúthlutanir auk þess sem farið verður í skilgreiningar á helstu hugtökum eins og t.d. hagnaði og frjálsum sjóðum. Þá er fjallað um eignir móður og dótturfélaga, arðgreiðsluheimildir, formskilyrði og fleira sem skiptir máli. Að lokum er dómur Hæstaréttar í máli nr. 2/2020 reifaður, auk annarra áhugaverðra dóma og úrskurða á þessu sviði.

Á námskeiðinu er leitast við að taka saman helstu gildandi reglur á þessu sviði og gera lauslega grein fyrir þeim þannig að heildstæð mynd fáist af arðgreiðslum og framkvæmd þeirra almennt. Hér eru ítarlegri upplýsingar.