Morgunkorn um sviksemisáhættu

Nýtt rafrænt morgunkorn um sviksemisáhættu – mat á áhættu og endurskoðunaraðgerðum því tengdar. SKRÁ MIG HÉR.
Ábyrgð endurskoðandans felst í því að afla nægjanlegrar vissu um að reikningsskilin í heild sinni séu án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Fjallað verður um sviksemisáhættu annars vegar út frá tekjuskráningu og hins vegar út frá sniðgöngu stjórnenda. Skoðaðar eru endurskoðunaraðgerðir sem framkvæmdar eru til að mæta áhættunni.

Leiðbeinendur: Elín Pálmadóttir og Sara Henný H. Arnbjörnsdóttir, endurskoðendur hjá PwC

Morgunkornið er um klukkustundar langt og gefur eina einingu í endurskoðun. Verðið er kr. 7000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarfyrirtækja þeirra (10.500 fyrir aðra). Kornið er í tveimur hlutum og er aðgengilegt í gegnum FB hóp fram til áramóta á sérstakri grúppu inni á Facebook. Til þess að skoða það þarftu að óska eftir aðild að grúppunni: Morgunkorn svikssemisáhætta, en slóðina færðu í staðfestingar tölvupósti þegar þú hefur skráð þig.

Ég mun svo veita þér aðild sem jafngildir mætingu og er þátttökugjald óendurkræft. Þú getur svo horft á morgunkornið hvenær sem er fram til loka desember.