Efnahagsbrot og spilling - Birtingarmyndir og varnir

 

FLE stendur fyrir viðburði föstudaginn 3. maí 2024 sem ber heitið Efnahagsbrot og spilling - birtingarmyndir og varnir.

Sú breyting hefur orðið á að einnig verður boðið upp á streymi á þessum viðburði!

SKRÁ MIG HÉR!

Sjá dagskrá

Viðburðurinn byrjar kl. 8:30 með skráningu og kaffisopa en formleg dagskrá hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 12:30. 

Setning ráðstefnu: Kristrún Helga Ingólfsdóttir, endurskoðandi og formaður FLE 

Bribery and corruption from the global perspective and in IcelandNolan Williams, sérfræðingur í stjórnunaráhættu og reglufylgni, öryggisáhættustjórnun og uppgötvun og forvörnun þegar kemur að fjármálaglæpum. Hann er einn af eigendum ráðgjafarfyrirtækisins Leifs og Willams. Nolan mun fjalla um hvernig litið er á mútur og spillingu bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi og hvernig menningarlegir þættir hafa áhrif á skynjun okkar á spillingar- og mútumálum.

Vindmyllur og hinn vandrataði meðalvegur: Björg Anna Kristinsdóttir, lögfræðingur hjá KPMG á sviði aðgerða gegn peningaþvætti  fjallar um tengsl og áhrif spillingar á efnahagslífið. Hvort, og þá hvað, fyrirtæki og einstaklingar geti gert til að sporna við spillingu. Er hægt að stuðla að spillingarvörnum eða er þetta vonlaus barátta við vindmyllur?

Hjól afbrotalífsins: Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningadeild ríkislögreglustjóra fer yfir hvernig íslenska lögreglan sér spillingu í tengslum við afbrotaumhverfið á Íslandi.

Pallborðsumræður: Nolan Williams, Björg Anna og Runólfur svara spurningum úr sal

Pallborðsstjóri er Sigurður Páll Guttormsson, þáttastjórnandi Hvítþvottar, hlaðvarps um peningaþvætti, og sérfræðingur í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í Hvítþvotti fjallar hann um peningaþvætti frá ólíkum sjónarhornum með aðstoð innlendra og erlendra sérfræðinga.

Ráðstefnan fer fram á Grand hótel, í salnum Háteig á 4. hæð og gefur 3,5 einingar í flokknum siðareglur og fagleg gildi. Þátttökugjald er 28.000 fyrir félagsmenn FLE og starfsmenn endurskoðunarstofa en 39.000 fyrir aðra.

Ráðstefnan er opin öllum þeim sem áhuga hafa. Vinsamlegast skráið þátttöku eigi síðar en á hádegi 2. maí 2024.