Endurskoðunardagurinn 2018

Endurskoðunardagurinn verður haldinn 27. apríl  kl. 8:30 á Grand hóteli. SKRÁ MIG HÉR. Ráðstefnan er öllum opin og gjaldið er kr. 24.000 fyrir félagsmenn FLE, FIE og starfsfólk endurskoðunarfyrirtækja, en 34.000 fyrir aðra. Í boði eru 4 einingar í flokknum endurskoðun.

Meðal efnis verður umfjöllun Ingibjargar Auðar Guðmundsdóttur og Indriða Waage um nýjan rammasamning Ríkisskaupa v. endurskoðunarverkefna, Páll Ríkharðsson segir frá endurskipulagningu á meistaranámi Háskólans í Reykjavík í reikningshaldi og endurskoðun og Pálína Árnadóttir endurskoðanda hjá Deloitte fer yfir fyrirliggjandi drög eða frumvarp varðandi Evróputilskipunina og innleiðingu hennar. Þá fjallar Sturla Jónsson endurskoðandi hjá Grant Thornton um tilgang og reynslu sína af leiðbeinandi tilmælum FME um samskipti við ytri endurskoðendur og að lokum fjalla þau Friðrik Einarsson og Hildur Jónsdóttir endurskoðendur hjá KPMG um gagnagreiningar við endurskoðun. Hér má sjá nánari dagskrá.