Haustráðstefnan verður 5. nóvember

Haustráðstefna FLE er með skemmtilegri viðburðum sem félagið heldur og verið vel sótt undanfarin ár. Vonandi sjáum við sem flesta á Haustráðstefnunni 2021 sem verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica 2. hæð föstudaginn 5. nóvember. SKRÁ MIG HÉR. Ráðstefnan verður með vinnustofufyrirkomulagi eins og undanfarin ár og athugið að vegna formsins verður hún ekki aðgengileg rafrænt. Að vanda er efnið fjölbreytt og hver og einn getur valið þrjár vinnustofur af fjórum sem í boði eru.

Ráðstefnan gefur samtals 5 einingar, 2 fyrir ráðstefnuna sjálfa (1 í flokknum endurskoðun og 1 í reikningsskil og fjármál) plús þrjár sem fara eftir vali á vinnustofum. Stjórn félagsins ákvað á fundi að gefa helmings afslátt af ráðstefnunni svo verðið er kr. 21.000 og innifalið í þátttökugjaldinu er smáréttahlaðborð í hádeginu. Strax að lokinni ráðstefnu verður svo aðalfundur félagsins. Ráðstefnustjóri er Arna G. Tryggvadóttir. Hér má nálgast ítarlegri upplýsingar um ráðstefnuna og vinnustofurnar. Vinsamlegast skráið þátttöku ykkar á vef Félags löggiltra endurskoðenda www.fle.is eigi síðar en kl. 12:00 þann 1. nóvember. Að þeim tíma liðnum er ekki hægt að tryggja einstaklingsval á vinnustofum.

kl. 8:30 Bryndís Björk Guðjónsdóttir, formaður FLE setur ráðstefnuna

kl. 8:40 Efnahags- og atvinnumál frá sjónarhóli Samtaka Atvinnulífsins
Fyrirlesari er Ásdís Krisjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA

Vinnustofur eru í þremur lotum, klukkutíma langar og hefjast kl. 10:00, 11:10 og 13:00 - Boðið verður upp á eftirfarandi vinnustofur, en hér er að finna nánari lýsingar:

kl. 14:00 Aðalfundur FLE hefst á Hilton Nordica Reykjavík strax að lokinni ráðstefnu

Léttar veitingar í boði félagsins að loknum aðalfundi