Morgunkorn um áhrifavalda á samfélagsmiðlum

Áhrifavaldar á samfélagsmiðlum
tekjur, regluverk og eftirlit

FLE heldur morgunkorn um tekjur áhrifavalda af samfélagsmiðlum þar sem farið verður yfir helstu lög og reglur er gilda um skattlagningu þessara aðila.  SKRÁ MIG HÉR. Tilefnið er að áhrifa­valdar hafa verið áber­andi í íslenskri dæg­ur­málaum­fjöllun og umfjöllun um mark­aðs­mál. Áhrifa­valdar eru þeir kallaðir sem sinna mark­aðs­setn­ingu í gegnum sam­fé­lags­miðla en umræða hefur farið fram þegar fjölmiðlar birta almennt lágar tekjur þeirra, hvort rétt sé talið fram.

Málið verður skoðað frá ýmsum sjónarhornum. Farið verður yfir mismunandi form endurgjalds til áhrifavalda, gagnaskil þeirra sem nýta sér þjónustu áhrifavalda og annað sem tengist málinu. Í lokin verða almennar umræður ef tími gefst til. Leiðbeinendur verða þeir Sveinn Tjörvi Viðarsson og Oddur Valsson lögfræðingar á eftirlitssviði RSK

Morgunkornið verður haldið fimmtudaginn 20. febrúar á Grand hóteli kl. 8-10. Boðið verður upp á staðgóðan morgunverð. Þátttökugjald er kr. 14.000 fyrir félagsmenn. Skráning er opin til kl. 15:00 miðvikudaginn 19. febrúar og gefur það eina einingu í flokknum reikningsskil og fjármál og eina einingu í flokknum skatta- og  félagarétti.