Morgunkorn um löggildingarpróf

Morgunkorn FLE á Grand hóteli þar sem Jón Arnar Baldurs formaður prófnefndar fjallar um löggildingarprófin. SKRÁ MIG HÉR! Félagar eru hvattir til að koma og spá í prófin með Jóni Arnari.

Farið verður yfir framkvæmd, þátttöku og útkomu í síðustu prófum. Í framhaldi verða svo samræður um fyrirkomulag prófanna og hvernig þau geti þróast sem og þróun náms fyrir þá sem stefna á löggildingu í endurskoðun.


Morgunkornið verður haldið fimmtudaginn 23. mars á Grand hóteli og verður ekki boðið upp á streymi. Boðið verður upp á morgunsnarl kl. 8 og formleg dagskrá hefst 8:20. Korninu lýkur kl. 10 í síðasta lagi. Þátttökugjald er kr. 15.000 fyrir félagsmenn en kr. 21.000 fyrir aðra. Skráning er opin til kl. 15:00 miðvikudaginn 22. mars og gefur það 2 einingar í flokknum endurskoðun.

Glærur Jón Arnar