Námskeið - Peningaþvætti og efnahagsleg áhrif af brotastarfsemi

Á námskeiðinu sem er tvíþætt verður fjallað um peningaþvætti. SKRÁ MIG HÉR Annars vegar varnir gegn því og fjármögnun hryðjuverka og hins vegar út frá hagrænu og efnahagslegu sjónarmiði. Leiðbeinendur verða Eiríkur Benedikt Ragnarsson frá RSK og Karl Steinar Valsson frá LRH. Námskeiðið verður á Grand hóteli, fimmtudaginn 19. september 2019 kl. 13-16. Verð er kr. 19.500 fyrir félagsmenn en 29.000 fyrir aðra og gefur 3 einingar í flokknum reikningsskil og fjármál. Hér er nánari lýsing á námskeiðinu. 

Í fyrrihlutanum sem Eiríkur sér um verður farið yfir lögin sjálf, skyldur endurskoðenda og ýmsar skýrslur og tól sem endurskoðendur geta stuðst við. Efni verður eftirfarandi:
• Áhættumat, sbr. 4. og 5. gr. laga nr. 140/2018.
• Áreiðanleikakönnun
• Eftirlit RSK, þvingunarúrræði og viðurlög
• Hættumerki-váþættir í starfsemi endurskoðenda
• Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir
• Rannsóknar og tilkynningarskylda

Í seinni hlutanum mun Karl Steinar fjalla um brotastarfsemi á Íslandi út frá hagrænu og efnahagslegu sjónarhorni. Helstu spurningarnar varða umsvif í undirheimum, hvernig menn eru að brjóta af sér, í hvaða atvinnugeira er hætta á brotum og hvar eiga endurskoðendur helst að vera meðvitaðir um um þessi mál.