Námskeið - 1) Framsetning upplýsinga í endurskoðuðum ársreikningi um þjónustu endurskoðanda. 2) Notagildi fyrirfram samþykktra aðgerða endurskoðenda

Eins og venja er - þá ráðgerum við námskeið, 21. janúar, daginn fyrir Skattadag félagsins. Námskeiðið verður á Grand hóteli en eingöngu streymt í rauntíma og hefst kl. 14:00 og lýkur kl. 16:00. Námskeiðið verður á vegum Endurskoðunarnefndar FLE og er opið öllum. SKRÁ MIG HÉR. Þátttökugjald er kr. 14.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarfyrirtækja en kr. 21.000 fyrir aðra. Skráning fer fram á vefsíðu FLE til kl. 15 þann 20. janúar. Slóð verður send til þátttakenda daginn fyrir námskeiðið sem jafngildir mætingu og er þátttökugjald eftir það óendurkræft. Námskeiðið veitir 2 endurmenntunareiningar í flokknum endurskoðun.

  1. Framsetning upplýsinga í endurskoðuðum ársreikningi um þjónustu endurskoðanda.  
  2. Notagildi fyrirfram samþykktra aðgerða endurskoðenda

Námskeiðslýsing:

Á fyrra hluta námskeiðsins verður fjallað um áhrif á áritun endurskoðenda vegna annarrar þjónustu sem veitt er einingum tengdum almannahagsmunum. Farið verður yfir áhrif á áritun og eða skýringar hvort sem um ræðir aðra þjónustu sem heimilt er að veita eða þjónustu sem hefur verið veitt og er að finna á svokölluðum Blacklist eða bannlista.

Í seinni hlutanum verður farið yfir notagildi fyrirfram samþykktra aðgerða (Agreed upon procedures ISRS 4400) fyrir endurskoðendur og viðtakendur. Farið verður yfir hvaða verkefni við getum unnið í samræmi við staðalinn m.a. út frá kröfum hins opinbera sem og í tengslum við COVID. Jafnframt verður farið yfir þær breytingar á ISRS 4400 sem munu taka gildi frá og með janúar 2022.