Námskeið - Ákvarðanir og áhættustjórnun

Námskeið um ákvarðanir og áhættustjórnun verður haldið á Grand hóteli, fimmtudaginn 9. nóvember, 2017 daginn fyrir Haustráðstefnuna. SKRÁ MIG HÉR. Námskeiðið gefur þrjár einingar í flokknum endurskoðun. Leiðbeinandi verður Þórður Víkingur Friðgeirsson lektor í Háskólanum í Reykjavík. Þátttökukostnaður er kr. 18.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarstofa en 27.000 fyrir aðra.

Áhættustjórnun  í endurskoðun er agað ferli, sem felst meðal annars í skilgreiningu og greiningu áhættuþátta og  ákvörðunum sem teknar eru. Námskeiðið byggir á innlögn frá leiðbeinanda og einfaldri teymisvinnu. Meðal þess sem Þórður fer yfir er greiningar, ákvörðunarlíkön, mat og stýringu á áhættu og áætlunargerð. Þá verður sett fram tilviksdæmi (case study) þar sem þátttakendur vega og meta áhættu og kynna svo niðurstöður stuttlega í lokin. Hér má nálgast ítarlegri námskeiðslýsingu.