Alþjóðlegur skattaréttur - námskeið FLE

Námskeið um alþjóðlegan skattarétt verður haldið 11. desember kl. 9-12 á Grand hóteli. SKRÁ MIG HÉR. Leiðbeinendur verða þeir Ágúst Karl Guðmundsson og Vilmar Freyr Sævarsson, sérfræðingar hjá KPMG. Námskeiðið gefur 3 einingar í flokknum skatta- og félagaréttur. Verð er kr. 19.500.- fyrir félagsmenn  og starfsmenn endurskoðunarstofa en kr. 28.000 fyrir aðra. 

Námskeiðslýsing:
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu gildandi reglur er varða alþjóðlegan skattarétt. Viðskipti yfir landamæri leiða oft til þess að sömu tekjur sæta skattlagningu í tveimur eða fleiri ríkjum auk þess sem ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingagjafar. Á þessu sviði hafa gilt ákveðnar alþjóðlegar leikreglur sem ætlað er að leysa úr tvísköttun en jafnframt koma í veg fyrir skattasniðgöngu. Á síðustu árum hafa átt sér stað umfangsmiklar breytingar á þessum leikreglum sem OECD hefur leitt með BEPS (e. Base Erosion and Profit Shift) aðgerðaráætlun sinni sem ætlað er að koma í veg fyrir tilfærslu á skattstofnum.

Ísland er eitt þeirra ríkja sem hefur skuldbundið sig til þess að taka upp og spila eftir hinum nýju leikreglum og hefur hluti þessara reglna verið lögfestur nú þegar. Á námskeiðinu verður leitast við að taka saman helstu gildandi reglur á þessu sviði og gera lauslega grein fyrir þeim þannig að heildstæð mynd fáist af þeirri áhættu og þeim skuldbindingum sem felst í því að eiga viðskipti yfir landamæri. Sjá námskeiðslýsingu hér.