Námskeiðið Fjártækni verður 4. nóvember, daginn fyrir Haustráðstefnu

FLE heldur námskeið 4. nóvember, daginn fyrir Haustráðstefnu á Grand hóteli kl. 13-16 með yfirskriftina: Fjártækni frá ýmsum sjónarhornum. Leiðbeinandi er Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans.  SKRÁ MIG HÉR Athugið að námskeiðinu verður ekki streymt.

Á námskeiðinu verður fjallað um fjártækni frá víðu sjónarhorni, hvað er fjártækni, hver er staðan á regluverki með tilliti til þróunar í ESB og á Íslandi. Hér undir fellur m.a. hópfjármögnun, netöryggi og bálkakeðjur (e=blockchain).

Verð á námskeiðinu er kr. 21.000- til félagsmanna og starfsmanna endurskoðunarstofa en kr. 30.000- fyrir aðra. Námskeiðið gefur 3 einingar í flokknum reikningsskil og fjármál. Skráningu lýkur kl. 15, 3. nóvember. Nánari lýsingu er að finna hér.