Persónuvernd í starfi endurskoðenda

FLE heldur morgunkorn um áhrif nýrra persónuverndarlaga (nr. 90/2018) á starfsemi endurskoðenda. Má segja að þetta sé nokkurs konar hagnýtt framhald af námskeiði sem haldið var í janúar á síðasta ári um nýja persónuverndarlöggjöf – áhrif á störf endurskoðenda þar sem Hrafnkell Óskarsson, og Ingi Tómasson taka upp þráðinn. Hrafnkell ætlar nú að tala út frá reynslu af innleiðingu persónuverndar, en hann er persónuverndarfulltrúi KPMG og Ingi Tómasson ræðir um málið út frá sjónarhóli upplýsingaöryggis. Farið verður yfir hvað felst í innleiðingarferlinu með áherslu á starfsemi endurskoðenda og endurskoðunarskrifstofa.

Morgunkornið verður haldið fimmtudaginn 21. febrúar á Grand hóteli kl. 8-10. Boðið verður upp á staðgóðan morgunverð. SKRÁ MIG HÉR. Þátttökugjald er kr. 13.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarfyrirtækjanna. Skráning er opin til kl. 15:00 miðvikudaginn 20. febrúar og gefur það 2 einingar í flokknum siðareglur og fagleg gildi.