Reikningsskiladagur

Reikningsskiladagur verður haldinn í september samkvæmt venju á Grand hóteli, föstudaginn 22. september. SKRÁ MIG HÉR.

Nú liggur fyrir áhugaverð dagskrá og búið að opna fyrir skráningu. Dagurinn hefst með því að Margrét Pétursdóttir formaður félagsins setur ráðstefnuna með nokkrum orðum. Halldór I. Pálsson leiðir vagninn með erindi um "Eftirlit ársreikningaskrár og álitamál um frjálsa og bundna sjóði í hlutafélögum". Signý Magnúsdóttir fjallar svo um IFRS 9 - helstu breytingar fyrir önnur félög en fjármálastofnanir. Að kaffihléi loknu þá segir Andri Þór Kristinsson frá reynslu og áhrifum breyttra reikningsskilareglna IFRS á starfsemi banka. Aðalsteinn Hákonarson formaður Reikningsskilaráðs flytur svo hugleiðingar um hlutverk og verkefni framundan og Erik Bjarnason lýkur svo deginum með lýsingu á vaxtaverkjum og umsvifum hvað varðar reikningsskil og upplýsingaflæði hjá WoW flugfélaginu.  Sjá nánari lýsingu hér. 

Ráðstefnan er öllum opin, ráðstefnugjaldið er kr. 24.000 fyrir félagsmenn en kr. 36.00 fyrir aðra. Ráðstefnan gefur 4 einingar í reikningsskilum.