Reikningsskiladagur og Gleðistund FLE

FLE stendur fyrir Reikningsskiladegi, ráðstefnu um reikningsskil, föstudaginn 23. september kl. 13-16 og að ráðstefnu lokinni verður gleðistund fyrir félagsmenn. SKRÁ MIG HÉR.

Á Gleðistundinni, sem fer fram í Hvammi á 1. hæð Grand hótels, kl. 16-18 verður boðið upp á léttar veitingar og skemmtiatriði m.a. mun Páll Óskar Hjálmtýsson skemmta og Ungliðanefnd FLE er með eitt og annað í pokahorninu. Gleðistundin er félagsmönnum að kostnaðarlausu og ef þið viljið mæta (án þess að taka þátt í ráðstefnunni) – þá endilega skráið ykkur hér svo við vitum nokkurn vegin fjöldann. Svo er tilvalið fyrir vinahópa að skella sér á barinn á eftir (þar er happy hour til kl. 19) og Grand hótel býður félagsmönnum 10% afslátt af matseðli á Grand Brasserie (senda á salka@grand.is til að bóka og fá meiri upplýsingar).

Ráðstefnan verður haldin í Háteig á 4. hæð Grand hótels en ráðstefnunni verður jafnframt streymt í rauntíma. Hvort heldur formið gefur 3 einingar í endurmenntun í flokknum reikningsskil og er hægt að velja um sæti eða streymi í skráningarforminu. Þeir sem velja streymi frá senda slóð að morgni ráðstefnudags. Ráðstefnugjald er 21.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarfyrirtækja en kr. 30.000 fyrir aðra. Skráning á vefsíðu FLE til kl. 16, 22. september.

Nú liggur fyrir áhugaverð dagskrá og búið að opna fyrir skráningu. Ráðstefnustjóri verður Gunnar Snorri Þorvarðarson. Sjá nánari lýsingu hér.

Dagurinn hefst kl. 13 með því að Hólmgrímur Bjarnason formaður félagsins setur ráðstefnuna með nokkrum orðum.

      • Reikningsskil og alþjóðlegir staðlar vegna framsetningar skýrslu um sjálfbærni Þorsteinn Kári Jónsson ”Director of Sustainability and Community Engagement” hjá Marel fer yfir væntanlega reikningsskilastaðla fyrir sjálfbærniskýrslur.
      • Áherslur og framtíðarsýn nýkjörins Ríkisendurskoðanda Guðmundur Björgvin Helgason, Ríkisendurskoðandi fjallar um hlutverk stofnunarinnar hvað varðar stjórnsýsluendurskoðun sem og útvistun verkefna tengt fjárhagsendurskoðun.
      • 14:25-14:40 Kaffihlé
      • Af borði Reikningsskilaráðs Signý Magnúsdóttir frá Reikningsskilaráði fer yfir þau helstu mál sem hafa verið til umfjöllunar hjá ráðinu og hvað er framundan.
      • Reglur Verðbréfaeftirlits Evrópu um eftirlit með fjárhagsupplýsingum og ákvæði ársreikningalaga Halldór Pálsson umsjónamaður ársreikningaskrár fjallar um framkvæmd eftirlits með reikningsskilum félaga sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, hlutverk Verðbréfaeftirlits Evrópu og hvernig reglugerðir og tilskipanir hafa verið innleiddar hér á landi.
      • 16:00 Ráðstefnuslit og Gleðistund hefst