Skil ársreikninga og áhersla í eftirliti

Á síðasta námskeiði ársins verður fjallað umáhersluatriði í eftirliti ársreikninga, skil og framtíðarsýn. SKRÁ MIG HÉR Námskeiðið verður haldið 6. desember á Grand hóteli í Háteigi á 4. hæð og verður hvoru tveggja í boði: að mæta í sal og rauntíma streymi.  

 Leiðbeinandi verður Halldór I. Pálsson, sérfræðingur hjá Ársreikningaskrá. Námskeiðið verður í tvo tíma kl. 10-12 og kostar kr. 14.000.- fyrir félagsmenn, en kr. 20.000 fyrir aðra. Námskeiðið gefur 2 einingar í flokknum reikningsskil og fjármál.

Til umfjöllunar á námskeiðinu verður:

  • Framtíðasýn og skoðun hvað varðar ársreikningaskil. Hvað er hægt að gera í ljósi þess að skilafresturinn 31.8. er stéttinni afar erfiður.
  • Áhersluatriði í eftirliti ársreikningaskrár vegna reikningsársins 2020 og helstu niðurstöður frá eftirliti liðins árs.
  • Helstu áhersluatriði í væntanlegu eftirliti vegna reikningsársins 2021.
  • Ársreikningaskil 2021- hvernig stóðum við okkur.