Skattadagur FLE 2019

Skattadagur FLE - ráðstefna um skattamál, verður haldinn á Grand hóteli, föstudaginn 18. janúar kl. 8:30-12:30. Ráðstefnan gefur 4 einingar í skatta- og félagarétti. Þátttökugjald er kr 26.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn þeirra, en kr. 38 þúsund fyrir aðra. Ráðstefnan verður opin öllum sem áhuga hafa. SKRÁ MIG HÉR.

Dagskráin hefst með því að H. Ágúst Jóhannesson formaður FLE ávarpar gesti, þá kemur Bjarni Þór Bjarnason hjá Deloitte og fer yfir skattalagabreytingar og að því loknu fjallar Bjarnfreður Ólafsson hjá LOGOS um vanda skattrannsókna. Eftir kaffihlé stígur Kristján Gunnar Valdimarsson HÍ í pontu og fer yfir nýlega úrskurði og dóma. Nýr Ríkisskattstjóri, Snorri Olsen  og ræðir það sem er á borði hans og Alexander Eðvardsson hjá KPMG fer yfir stöðu mála og hugsanlegar lausnir varðandi framtalsfresti og þolmörk endurskoðenda.

Hér má nálgast ítarlegri dagskrá