Endurskoðunardagur FLE 2024 og kveðjuhóf Sigurðar

Árlegur endurskoðunardagur verður haldinn þann 24. maí í salnum Háteig á 4. hæð Grand hótels. Við byrjum á skráningu og kaffisopa á milli kl 8:30-9:00 en formleg dagskrá hefst kl. 9:00 og stendur til kl. 12:30. Dagskráin er spennandi. Kai Morten Hagen frá norska endurskoðendasambandinu mætir á staðinn og fræðir okkur um nýjan staðal (LCE) fyrir endurskoðun einfaldari félaga, Jón Arnar Baldurs segir okkur hvað er efst á baugi hjá Endurskoðendaráði, Garðar Þór Stefánsson, endurskoðandi hjá Deloitte, fjallar um endurskoðun samstæðu skv. nýjum ISA 600 (revised) staðli og Margret Flóvenz, endurskoðandi ræðir hlutverk endurskoðunarnefnda. Í lokin mun svo Valdimar Sigurðsson segja nokkur orð um fyrirhugaða rannsókn sína fyrir FLE.

Eftir að formlegri dagskrá endurskoðunardags lýkur kl. 12:30 ætlum við að kveðja Sigurð Arnþórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra FLE sem lét af störfum í janúar. Í boði verða veitingar og drykkir.

Skráning á endurskoðunardag og kveðjuhóf Sigurðar

Skráning eingöngu í kveðjuhóf Sigurðar